Hlaupið fer fram í 80 löndum víðs vegar um heiminn.
Styrktarfélagið Líf og Krabbameinsfélag Íslands standa saman að þessum viðburði en Globeathon er fyrir alla, konur, börn og karla.
Boðið verður upp á tvær vegalengdir, 5 kílómetra göngu/hlaup og 10 kílómetra hlaup.
Ræst verður kl. 14:00 við Háskólann í Reykjavík og hlaupið eða gengið í Fossvogsdal.
Skráning og allar frekari upplýsingar eru á hlaup.is.
Einnig upplýsingar á globeathon.com og Facebook síðu hlaupsins: Globeaton-Ísland