Anna Rós Jóhannesdóttir hefur verið ráðin yfirfélagsráðgjafi á Landspítala.
Anna Rós lauk BS prófi í félagsráðgjöf frá Social háskólanum í Stavanger í Noregi árið 1991, dipómanámi í fjölskyldu- og hjónameðferð árið 1997 og meistararprófi í félagsráðgjöf 2005. Hún hefur starfað á ýmsum deildum Landspítala frá árinu 1996 og síðustu 5 árin gegnt starfi yfirfélagsráðgjafa á spítalanum.
Leit
Loka