Starfseminni að Landakoti hefur verið fært að gjöf andvirði nýs sjúkrarúms. Gefandinn er Birgir Össurarson sem býr og starfar í Svíþjóð.
Í bréfi sem fylgdi með skrifar Birgir: „Það er von mín að upphæðin nýtist Landakoti vel við endurnýjun sjúkrarúma þar sem verið er að skipta út gömlum rúmum sem voru ný þegar ég lá á Landakoti í ca 3 vikur 1983.“ Birgir segir að þegar hann lá á Landakoti fyrir 31 ári eftir aðgerð hjá Kjartani Magnússyni hafi hann heitið því að gefa síðar fé til kaupa á nýju rúmi. Hann hafi í fyrstu legið í gömlu rúmi en síðan fengið að flytja í nýtt.
Gefandanum hafa verið færðar þakkir Landspítala fyrir hlýhug og stuðning við það mikilvæga verkefni að endurnýja rúmin á Landakoti.