- „Ef tugi prósenta ber á milli fjárlaga og fjárútláta er eðlilegt að staldrað sé við. Hins vegar er það viðurkennt í almennum rekstri að nokkru geti munað á fjárhagsáætlun og raunveruleika, án þess að það sé talið frávik. “
- „Á sjúkrahúsum má alltaf búast við sveiflum í álagi en álagið hefur komið okkur á óvart, sérstaklega nú yfir sumarmánuðina. Frá fyrstu mánuðum þessa árs sýna starfsemistölur nokkra starfsemisaukningu á legudeildum Landspítala miðað við 2013 sem birtist í hærri meðalfjölda inniliggjandi sjúklinga í hverjum mánuði miðað við árið á undan. Mismunurinn nær hámarki í sumarmánuðunum júní og júlí, sér í lagi júlí. “
- "Leiðin sem hefur verið farin til þess að hefja viðspyrnu er í fyrsta lagi að bæta tæki og húsnæði, í öðru lagi að bæta aðstöðu ykkar, þess frábæra starfsfólks sem á Landspítala vinnur, svo þið getið veitt sem besta og öruggasta þjónustu. Í þriðja lagi þurfti að bregðast við rekstrarvanda með ýmsum hætti.
- „Á föstu verðlagi er spítalinn rekinn fyrir nærri 3,6 milljörðum minna fé en árið 2008. Ef tækjakaupafé er tekið út fyrir (enda var litlu fé varið í tækjakaup árið 2008) og litið á reksturinn einan þá er spítalinn árið 2014 rekinn fyrir nærri 4,5 milljörðum minna fé en árið 2008!“
Leit
Loka