Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor og yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, hefur hrint af stað umfangsmikilli rannsókn á nýjum greiningaraðferðum og meðferð sjúklinga með liðagigt.
Í rannsókninni er notast við nýjar greiningaraðferðir sem fyrirtækið Expeda ehf. hefur þróað á undanförnum árum í samstarfi við vísindamenn á Landspítala og Háskólann í Reykjavík.
Helstu samstarfsaðilar innan Landspítala eru gigtarlæknarnir Björn Guðbjörnsson, Gerður Gröndal og Kristján Steinsson en gagnagrunnurinn IceBio er nýttur í rannsókninni til þess að tryggja eftirlit og gæði meðferðar.
Rannsóknin er unnin í samstarfi við Portfarma ehf. fyrir hönd Celltrion Healthcare Co. Ltd.
Á ljósmynd: Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, Baldur Árnason hjá Portfarma ehf., Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor og yfirlæknir, Brynja Dís Sólmundsdóttir hjá Portfarma ehf., Þorsteinn Geirsson hjá Expeda ehf. og Björn Guðbjörnsson gigtarlæknir á Landspítala.