„Partur af öryggismenningu er að tala um það sem miður fer og læra af því. Það er mikilvægt að við kvikum ekki frá því að halda áfram innleiðingu öryggismenningar og stöðugum umbótum á starfseminni með öryggi sjúklinga að leiðarljósi. Það er sú leið sem sjúklingar okkar vænta að við förum og sem þróuð heilbrigðiskerfi hafa valið. Það er okkar leið.“
Vegna fjölda áskorana birtir Páll Matthíasson forstjóri erindi sem hann flutti á opnum fundum með starfsmönnum Landspítala vegna ákæru Ríkissaksóknara á hendur Landspítala og hjúkrunarfræðingi á spítalanum.