Embætti landlæknis og starfshópur um gerð leiðbeininga um vinnulag við greiningu og meðferð ADHD vann að styttri og endurskoðaðri útgáfu leiðbeininganna sem birtar hafa verið á vef embættisins.
Þessi vinna er tilkomin vegna nýrra greiningarskilmerkja DSM-V og óska fagfólks um styttri útgáfu leiðbeininganna.
Þessi vinna er tilkomin vegna nýrra greiningarskilmerkja DSM-V og óska fagfólks um styttri útgáfu leiðbeininganna.
Leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrest með ofvirkni voru fyrst gefnar út á vef Embættis landlæknis í desember 2007 og endurskoðuð útgáfa í mars 2012. Þar er að finna ítarlegri umfjöllun um öll atriði leiðbeininganna, með þeim fyrirvara þó að lyfjatafla sem þar er birt er fallin úr gildi. Ný og endurskoðuð tafla um notkun lyfja er að finna á bls. 12 í styttri útgáfu leiðbeininganna sem nú eru gefnar út.