„Ég vil leyfa mér, fyrir hönd okkar allra, að bjóða nýútskrifað heilbrigðisstarfsfólk velkomið til starfa á Landspítala,“ segir Páll Matthíasson í forstjórapistli í tilefni af brautskráningu kandídata um helgina. „Það gleður okkur að margt af því fólki sem nú er að ljúka námi kýs að vera með okkur áfram í starfi og sækja til Landspítala meiri reynslu og menntun. Í vaxandi mæli er í boði framhaldsnám við spítalann, bæði meistara- og doktorsnám, auk þess sem spítalinn bíður upp á, bæði að hluta og öllu leyti, ákveðið sérfræðinám. “
Í forstjórapistlinum er einnig fjallað um umhverfismál þar sem fram kemur að nærri þriðjungur starfsmanna Landspítala er kominn með samgöngusamning og pappírsflokkun til endurvinnslu hefur margfaldast á tveimur árum.