Nýju sjúkrarúmin eru af gerðinni Hill Rom 900 en mikil vinna var lögð í það að velja traust og góð rúm. Rík ánægja er með hvernig til tókst. Rúmin eru rafknúin, tæknilega mjög mikið stillanleg, örugg og fullkomin á alla lund sem kemur sjúklingunum vel en einnig starfsfólkinu sem dásamar muninn á nýju og gömlu rúmunum.
Ljósmynd: Stjórnarkonur í Minningargjafasjóði Landspítala komu í heimsókn á Landspítala 18. júní 2014 þar sem þeim var kynnt hvernig til hefði tekist með endurnýjun sjúkrarúmanna og hvaða væntingar væru á spítalanum um að hægt yrði sem fyrst að halda áfram og skipta út þeim gömlu rúmum sem eftir væru.