Útgerðarfyrirtækið Rammi hf. í Fjallabyggð hefur gefið 5 milljónir króna í söfnunina „Við kaupum róbót“ til að kaupa aðgerðarþjarka til skurðlækninga á Landspítala.
Rammi hf. gerir út 5 togara og er með landvinnslu á Siglufirði og í Þorlákshöfn. Gunnar Sigvaldason, stjórnarformaður Ramma, segir að fyrirtækið hafi viljað leggja sitt af mörkum í þessa söfnun. Málefnið sé afar gott og starfsmenn Ramma taki glaðir þátt í því að tryggja að róbótinn komist sem fyrst í notkun.
Aðgerðarþjarki (róbót) er í notkun á helstu sjúkrahúsum í nágrannalöndunum og nýtist til margvíslegra skurðaðgerða, sérstaklega við þvagfæraskurðlækningar sem og aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna. Inngripið verður minna en með hefðbundinni aðferð, hægt að hlífa betur nærliggjandi líffærum og viðkvæmri starfsemi og stuðla þannig að skjótari bata. Segja má að þjarkinn sé framlenging á fingrum skurðlæknisins þannig að allar hreyfingar hans verði nákvæmari. Sýn skurðlæknisins í aðgerðarþjarkanum er auk þess framúrskarandi góð.
Söfnun fyrir aðgerðarþjarka á vef Íslandsbanka:
Við kaupum róbót
Söfnunarsjóður: 515-14-408005 kt. 470313-1370
Rammi hf. gerir út 5 togara og er með landvinnslu á Siglufirði og í Þorlákshöfn. Gunnar Sigvaldason, stjórnarformaður Ramma, segir að fyrirtækið hafi viljað leggja sitt af mörkum í þessa söfnun. Málefnið sé afar gott og starfsmenn Ramma taki glaðir þátt í því að tryggja að róbótinn komist sem fyrst í notkun.
Aðgerðarþjarki (róbót) er í notkun á helstu sjúkrahúsum í nágrannalöndunum og nýtist til margvíslegra skurðaðgerða, sérstaklega við þvagfæraskurðlækningar sem og aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna. Inngripið verður minna en með hefðbundinni aðferð, hægt að hlífa betur nærliggjandi líffærum og viðkvæmri starfsemi og stuðla þannig að skjótari bata. Segja má að þjarkinn sé framlenging á fingrum skurðlæknisins þannig að allar hreyfingar hans verði nákvæmari. Sýn skurðlæknisins í aðgerðarþjarkanum er auk þess framúrskarandi góð.
Söfnun fyrir aðgerðarþjarka á vef Íslandsbanka:
Við kaupum róbót
Söfnunarsjóður: 515-14-408005 kt. 470313-1370