Meltingar- og nýrnadeild 13E á Landspítala hefur fengið þrjá hægindastóla, La-Z-Boy, að gjöf. Gefandinn er Sigfús Sveinsson sem vildi þannig sýna þakklæti sitt fyrir góða umönnun á umliðnum árum. Stólarnir voru keyptir í Húsgagnahöllinni og þegar sölumaðurinn heyrði af gjöfinni gaf verslunin góðan afslátt svo hægt var að kaupa þriðja stólinn til að gefa. Stólarnir munu nýtast vel á deildinni fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Þeir eru nettir og komast þannig inn á allar stofurnar. Starfsfólk deildarinnar færði við afhendingu stólanna Sigfúsi og börnum hans innilegar þakkir fyrir rausnarskapinn.