Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur á Landspítala, ver doktorsritgerð sína í mannfræði 13. júní 2014 í hátíðarsal Háskóla Íslands.Vörnin hefst kl. 15:00 og er öllum opin.
Doktorsritgerðin nefnist „Samtal um dauða og sorg: Íslenskir karlar og ekklar“. Andmælendur eru dr. Kristín Björnsdóttir og dr. Christine Valentine.
Leiðbeinendur eru dr. Gísli Pálsson og dr. Ásgeir R. Helgason en auk þeirra sat dr. Arnar Árnason í doktorsnefndinni.