Nýr ytri vefur Landspítala lítur dagsins 3. júní 2014 en unnið hefur verið að honum um nokkurt skeið. Hópur starfsmanna á spítalanum lagði grunn að skipulagi vefsins sem síðan hefur verið útfært efnis- og tæknilega. Ein mesta breytingin felst í því að nýi vefurinn verður skalanlegur sem þýðir að hann breytist sjálfkrafa eftir skjástærðum. Það verður til dæmis þægilegt að skoða hann í snjallsímum.
- Nýi vefurinn verður tekinn í notkun í áföngum en aðaluppfærslan verður þriðjudaginn 3. júní 2014. Útlit vefsins gjörbreytist og skipulagið einnig. Þess er vænst að notendur sýni breytingaferlinu skilning en búast má við að það standi yfir í nokkrar vikur.
Markmið vefsins er að veita sem ítarlegastar upplýsingar um þjónustu við sjúklinga og aðstandendur, stoðþjónustu og kennslu-, fræðslu- og vísindastarf sjúkrahússins. Vefurinn á að nýtast sjúklingum og aðstandendum vel en einnig heilbrigðisstarfsfólki sem vinnur á Landspítala, öðrum stofnunum, birgjum og þjónustuaðilum, fjölmiðlum, fólki í stjórnsýslunni, styrktaraðilum, skólafólki, erlendum notendum, þar á meðal erlendum ferðamönnum, erlendum viðskiptavinum og íbúum sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.
Vefurinn er hannaður af Advania í vefumsjónarkerfinu Lísu. Fyrirtækið Sjá aðstoðaði við undirbúning vefsmíðinnar.