Felix Valsson sérfræðilæknir er kominn á reiðhjólið sem hann vann í happdrætti sem Starfsmannafélag Landspítala efndi til í tengslum við samgöngusamninga starfsmanna á Landspítala. Starfsmenn, sem vilja, skrifa undir samgöngusamning þar sem þeir skuldbinda sig til að nota vist- og heilsuvæna ferðamáta til og frá vinnu í að minnsta kosti 60% ferða. Tæp þrjátíu prósent starfsmanna spítalans hafa gert slíkan samning nú þegar.
Allir starfsmenn sem gerðu samgöngusamning fyrir miðjan maí 2014 fóru í happdrættispott sem dregið var úr.
Aðalvinningurinn var glæsilegt Mongoose reiðhjól frá GÁP hjólabúðinni, Faxafeni 7. Egill T. Jóhannsson, formaður Starfsmannafélags Landspítala, afhenti reiðhjólið þar 26. maí að viðstöddum Mogens Markússyni verslunarstjóra.