„„Öruggur spítali“ er eitt gilda Landspítala og hefur undanfarin ár verið unnið markvisst að því að auka öryggi sjúklinga með opinni öryggismenningu þar sem opin umræða, markviss skráning atvika og úrvinnsla þeirra er einn lykilþátta. Á slíkri skráningu byggir möguleiki okkar til að fyrirbyggja að sambærileg atvik geti átt sér stað í framtíðinni. Það að segja frá sínum eigin mistökum eða annarra á að leiða til umbóta til handa sjúklingum en ekki til þess að hafin sé leit að sökudólgum. Í opinni öryggismenningu eiga heilbrigðisstarfsmenn að vera óhræddir við að skrá og upplýsa það sem aflaga fer og allt sem dregur úr vilja þeirra eða getu til þess er afturför. Í því ljósi er ofangreind ákæra bæði vonbrigði og vegferðinni að öruggum spítala talsvert áfall. Enda skapar hún mikla óvissu varðandi starf og starfsumhverfi íslenskra heilbrigðisstarfsmanna.“
Ákæra ríkissaksóknara, stuðningur Alþingis við uppbyggingaráform við Hringbraut, ný lækningatæki og traustur stuðningur bakhjarla Landspítala er umfjöllunarefnið í forstjórapistli Páls Matthíassonar