Ársfjórðungsþing samtakanna NAPICU verður haldið í Reykjavík föstudaginn 30. maí 2014. Þingið verður í húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð 5, kl. 9:30-16:00.
Ástæða þess að þingið er haldið á Íslandi núna er sú að bráðageðdeild 32C á Landspítala verður formlega opnuð þennan dag. Samtökin NAPICU hafa stutt yfirmenn og starfsfólk hennar og ráðlagt í sambandi við breytingar og þróun deildarinnar í bráðageðdeild 32C auk þess að þjálfa starfsfólkið til þess að annast sjúklinga á bráðageðdeildum. Málþing samtakanna mun snúast að mestu leyti um framkvæmd breytinganna á deildinni.
Ástæða þess að þingið er haldið á Íslandi núna er sú að bráðageðdeild 32C á Landspítala verður formlega opnuð þennan dag. Samtökin NAPICU hafa stutt yfirmenn og starfsfólk hennar og ráðlagt í sambandi við breytingar og þróun deildarinnar í bráðageðdeild 32C auk þess að þjálfa starfsfólkið til þess að annast sjúklinga á bráðageðdeildum. Málþing samtakanna mun snúast að mestu leyti um framkvæmd breytinganna á deildinni.
Starfsfólk geðsviðs á Landspítala getur sótt málþingið án endurgjalds, fyrir aðra kostar þátttaka 75 bresk pund.