Samgöngusamningur hefur fengið mjög góðar viðtökur meðal starfsmanna á Landspítala. Nú hafa um 1.300 gert slíkan samning eða um 28% starfsmanna.
Samgöngustyrkur er skattfrjáls styrkur fyrir starfsmenn sem nota vist- og heilsuvæna ferðamáta til og frá vinnu. Starfsmenn skrifa undir samgöngusamning þar sem þeir skuldbinda sig til að nota slíka ferðamáta til og frá vinnu í að minnsta kosti 60% ferða. Fjárhæð fer eftir starfshlutfalli. Þeir sem eru í 50-100% starfi fá 5.000 kr. á mánuði og þeir sem eru í 10-49,9% starfi fá 2.500 kr. á mánuði.
Efnt var til happdrættis í tilefni af átakinu og allir starfsmenn sem höfðu gert samgöngusamning voru í happdrættispottinum. Dregið var 19. maí 2014.
1. vinningur - reiðhjól sem verslunin GÁP gaf Starfsmannafélagi Landspítala í tengslum við átakið
Felix Valsson
1. vinningur - reiðhjól sem verslunin GÁP gaf Starfsmannafélagi Landspítala í tengslum við átakið
Felix Valsson
2. og 3. vinningur - gjafabréf að upphæð 50.000 kr. í leiguflug á vegum Úrvals Útsýnar
Anna Hjálmarsdóttir og Ágústa Andrésdóttir