Líkt og fyrir árin 2012 og 2013 var áhersla lögð á að hafa áætlunina stutta en hnitmiðaða þar sem sett eru fram markmið og áætlun auk þess sem stöðu jafnréttismála á spítalanum er lýst.
Í jafnréttisáætluninni kemur m.a. fram að grunnlaun karla og kvenna voru að mestu sambærileg, þó voru grunnlaun karla að meðaltali 3,7% hærri en kvenna og heildarlaun karla voru tæpum 12% hærri en heildarlaun kvenna í 10 stærstu stéttarfélögunum á LSH. Karlar fengu oftar greidda fasta yfirvinnu og einnig fleiri fasta yfirvinnutíma. Hefur sá munur haldist og í sumum tilfellum aukist frá árinu 2010.
Hlutfallslega fleiri karlar en konur voru í stjórnunarstöðum á Landspítala en hlutfall kvenna og karla í nefndum var nokkuð jafnt.
Fleiri konur en karlar voru í hlutastörfum. Hlutfallslega fleiri konur en karlar tóku fæðingarorlof og voru konurnar lengur í fæðingarorlofi en einungis konur nýttu sér foreldraorlof. Konur voru oftar fjarverandi en karlar vegna veikinda barna.