Ný fræðslumynd um Barnaspítala Hringsins er komið á upplýsingavefinn. Hún er unnin sérstaklega til að svara helstu spurningum sem kunna að vakna þegar barn þarf að leggjast inn á spítalann til aðgerðar. Myndin er hugsuð þannig að foreldrar geti horft á hana með börnum sínum og fengið þannig miklvægar upplýsingar og barnið um leið myndræna kynningu á spítalanum.
Ung stúlka, Erlen Ísabella Einarsdóttir, fer í leikkonuhlutverkið og setur sig í spor sjúklings sem þarf að leggjast inn á Barnaspítala Hringsins vegna aðgerðar. Foreldrana leika Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir.
Nemendahópur úr MPM námi við Háskólann í Reykjavík tók að sér að stýra gerð myndarinnar en faghópur hjúkrunarfræðinga kom einnig að verki. Framleiðsla var í samvinnu við Tjarnargötuna. Kvenfélagið Hringurinn styrkti myndina. Hún var frumsýnd 29. apríl á Barnaspítala Hringsins.
Nemendahópur úr MPM námi við Háskólann í Reykjavík tók að sér að stýra gerð myndarinnar en faghópur hjúkrunarfræðinga kom einnig að verki. Framleiðsla var í samvinnu við Tjarnargötuna. Kvenfélagið Hringurinn styrkti myndina. Hún var frumsýnd 29. apríl á Barnaspítala Hringsins.