Landsamtökin voru stofnuð 9. apríl síðastliðinn. Markmið samtakanna er að afla stuðnings meðal almennings og stjórnvalda við nauðsynlega uppbyggingu á húsakosti Landspítala.
Á fjórða hundrað manns hafa gerst stofnfélagar í Spítalanum okkar frá stofnfundinum. Hægt verður að gerast stofnfélagi fram að næsta aðalfundi með því að fylla út skráningarform á nýja vefnum.
Á www.spitalinnokkar.is eru upplýsingar og fréttir um landsamtökin Spítalinn okkar og starfsemi þeirra, byggingarsögu Landspítala og um fyrirætlanir í byggingarmálum. Spítalinn okkar er líka á Facebook.
Nýi vefurinn er hannaður af Stefnu hugbúnaðarhúsi.
Ljósmynd: Gísli Steinn Jóhannesson, þjónustufulltrúi Stefnu hugbúnaðarhúss, Anna Stefánsdóttir, formaður Spítalans okkar, Garðar Garðarsson, varaformaður Spítalans okkar, Þorkell Sigurlaugsson stjórnarmaður í Spítalanum okkar, Jóhannes M. Gunnarsson, stofnfélagi í Spítalanum okkar og læknisfræðilegur verkefnisstjóri í undirbúningi vegna nýbygginga á Landspítala, Guðmundur Bjarnason, stofnfélagi í Spítalanum okkar, Ingólfur Þórisson, stofnfélagi í Spítalanum okkar og framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítala og Aðalsteinn Pálsson, stofnfélagi í Spítalanum okkar og verkfræðingur á rekstrarsviði.