Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga úthlutaði styrkjum úr vísindasjóði sínum til hjúkrunarfræðinga á Landspítala við upphaf „viku hjúkrunar 2014“ á spítalanum 12. maí.
Vika hjúkrunar stendur yfir til föstudagsins 16. maí með fjölbreyttri dagskrá.
Hlutverk Vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er að styrkja hjúkrunarfræðinga sem vinna að rannsóknum, klínískum verkefnum og fræðiskrifum sem gildi hafa fyrir hjúkrun. Sérstök áhersla er lögð á að styrkja klínískar rannsóknir í hjúkrun. Sjóðsfélagar sem eru í námi geta sótt um styrk til að vinna rannsóknarverkefni til meistaragráðu (30 einingar ECTS hið minnsta) eða doktorsgráðu.
Styrkhafar í ár eru 21. Styrkupphæðir eru frá 150 þúsund upp í 1,2 miljónir króna á verkefni eftir umfangi, gæðum og fjárhagsáætlun umsóknarinnar. Alls var úthlutað 9,9 miljónum í ár til 14 meistararannsókna, 3ja doktorsrannsókna og 4 vísindarannsókna.
Ljósmynd: Hjúkrunarfræðingar sem fengu styrk úr Vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh). Með þeim á myndinnni eru Ólafur G. Skúlason, formaður Fíh og Auðna Ágústsdóttir, formaður Vísindasjóðs Fíh