Félagsmenn í Lionsklúbbnum Nirði hafa fært sjúkraþjálfun á endurhæfingardeildinni á Grensási að gjöf 3 styrktarþjálfunartæki ásamt SMART-card hugbúnaði og fartölvu.
Um er að ræða HUR styrkarþjálfunartæki sem eru sérstaklega hönnuð með endurhæfingu í huga.
Gjafirnar voru afhentar 22. apríl 2014. Gefendum voru þakkaðar gjafirnar sem koma í mjög góðar þarfir og bæta úr brýnni þörf við þjálfun sjúklinga deildarinnar.
Ljósmynd: Ída B. Ómarsdóttir, starfseiningarstjóri sjúkraþjálfunar á Grensásdeild, Stefán Yngvason yfirlæknir, Guðlaugur Guðmundsson, formaður Lionsklúbbs Njarðar, og Sigrún Knútsdóttir, verkefnastjóri sjúkraþjálfunar.