Hjón, sem ekki vilja láta nafna sinna getið, hafa gefið eina milljón króna til þjarkasöfnunarinnar á Landspítala. Að baki liggur mikið þakklæti fyrir góða þjónustu þvagfæraskurðdeildarinnar við eiginmanninn sem færði lífi hans nýtt gildi. Hjónin hafa sagt að þó að þjarkinn eigi sennilega ekki eftir að koma þeim sjálfum að gagni þá gleðji þau og ylji mikið sú tilhugsun að slík tækni eigi í framtíðinni eftir að færa öðrum líf eða bæta það, þeim og þeirra nánustu til gleði og heilla.
Aðgerðarþjarki (róbót) er í notkun á helstu sjúkrahúsum í nágrannalöndunum en hann nýtist til margvíslegra skurðaðgerða, sérstaklega við þvagfæraskurðlækningar sem og aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna. Inngripið verður minna en með hefðbundinni aðferð, hægt að hlífa betur nærliggjandi líffærum og viðkvæmri starfsemi og stuðla þannig að því að batinn verði skjótari. Segja má að þjarkinn sé framlenging á fingrum skurðlæknisins þannig að allar hreyfingar hans verði nákvæmari. Sýn skurðlæknisins í aðgerðarþjarkanum er auk þess framúrskarandi góð.
Nú stendur yfir átak til þess að safna fé til að kaupa aðgerðaþjarka.
Sjá um söfnun fyrir aðgerðarþjarka á vef Íslandsbanka
Söfnunarsjóður: 515-14-408005 kt. 470313-1370
Nú stendur yfir átak til þess að safna fé til að kaupa aðgerðaþjarka.
Sjá um söfnun fyrir aðgerðarþjarka á vef Íslandsbanka
Söfnunarsjóður: 515-14-408005 kt. 470313-1370