"Þegar ég horfi fram í tímann þá er það alveg ljóst í mínum huga að mikilvægustu verkefni næstu 5-7 ára í heilbrigðisþjónustunni eru tvö og þau tengjast; það fyrra er öryggi sjúklinga, það seinna er innviðir sem styðja örugga, nútímavædda læknisfræði og þá fyrst og fremst nýr meðferðarkjarni og nýr rannsóknarkjarni á Landspítalalóð", sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, við upphaf ársfundar Landspítala 2014 sem haldinn var 6. maí.
Yfirskrift ársfundarins var Þjóðarsjúkrahús á tímamótum.
Yfirskrift ársfundarins var Þjóðarsjúkrahús á tímamótum.