Frá rannsóknarkjarna:
Viðamikil uppfærsla verður 7. maí 2014 á rannsóknarstofutölvukerfinu Flexlab, sem er í notkun á rannsóknarkjarna LSH og á rannsóknarstofunum á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Akranesi, Ísafirði, Selfossi og Reykjanesbæ.
- Flexlab kerfið verður stöðvað þann 7. maí klukkan 13:00 og búist er við að kerfið verði niðri í 2-3 klukkustundir. Þetta mun hafa mikil áhrif á starfsemi rannsóknarstofanna og einungis bráðar rannsóknir verða á þessum tíma. Bráðum rannsóknarniðurstöðum verður svarað símleiðis eða með pappírssvörum meðan tölvukerfið verður niðri.
- Hægt verður að panta rannsóknir og nálgast eldri rannsóknarniðurstöður í HRÓS kerfinu á meðan tölvukerfið á rannsóknarstofunum liggur niðri.
- Vinsamlega pantið einungis bráðar rannsóknir á þessum tíma.
Ísleifur Ólafsson yfirlæknir