Svava Jóhannesdóttir færði vökudeild Barnaspítala Hringsins að gjöf þrjá iPad Air spjaldtölvur í hulstri 7. mars 2014. Gjöfin er til minningar um móður hennar, Ágústu G. M. Ágústsdóttur sjúkraliða, sem lést síðastliðið haust. Ágústa starfaði um árabil á vökudeildinni frá því deildin tók til starfa 1976. Með Ágústu voru systir hennar, dóttir hennar og Þórunn Hilda Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Lífs.
Spjaldtölvurnar koma sér afar vel þar sem unnið verður með þær á þremur megin vinnustöðvum deildarinnar. Hægt verður til dæmis að vinna með lyfjagagnagrunn NeoFax við rúmbeð barns. Einnig verður hægt að nýta iPadana við fræðslu til foreldra við rúmbeð barns (hitakassa barns eða vöggu) og þá er hægt að tengja efni fræðslu beint við upplifun foreldra í umhverfi barns síns. Ótal gáttir geta einnig opnast við það að hafa svo öflugt og einfalt kennslutæki við rúmbeð barnanna sem styður frjósemi hugmynda starfsfólks í stuðningi við foreldra og fjölskyldur.
Spjaldtölvurnar koma sér afar vel þar sem unnið verður með þær á þremur megin vinnustöðvum deildarinnar. Hægt verður til dæmis að vinna með lyfjagagnagrunn NeoFax við rúmbeð barns. Einnig verður hægt að nýta iPadana við fræðslu til foreldra við rúmbeð barns (hitakassa barns eða vöggu) og þá er hægt að tengja efni fræðslu beint við upplifun foreldra í umhverfi barns síns. Ótal gáttir geta einnig opnast við það að hafa svo öflugt og einfalt kennslutæki við rúmbeð barnanna sem styður frjósemi hugmynda starfsfólks í stuðningi við foreldra og fjölskyldur.