Starfsmannafélag Landspítala færði spítalanum að gjöf um 1,4 milljónir króna á aðalfundi sínum 16. apríl 2014. Féð safnaðist með sölu á heilsuskóm. Starfsmannafélagið fékk í fyrra til að selja DanPro heilsuskó frá fyrirtækinu Ásbirni Ólafssyni ehf. sem var hætt innflutningi og sölu á þeim. Samkomulag varð um að félagið tæki að sér að selja skóna til starfsmanna á góðu verði og láta andvirðið renna til spítalans. Skórnir voru seldir undir heildsöluverði, það er á 3.000 krónur. Starfsmenn gáfu vinnu sína við að afgreiða þá. Allt féð sem safnaðist fer í tækjakaupasjóð Landspítala.