Skipuð hefur verið nefnd um blóðhlutanotkun sem í sitja fulltrúar Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Hlutverk nefndarinnar er, samkvæmt erindisbréf, að stuðla að bættri blóðbankaþjónustu og öruggri og markvissri blóðhlutanotkun með því að skapa trausta umgjörð um verkferla og vinnulag. Nefndin starfar á ábyrgð framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala.
Frá Landspítala
Kári Hreinsson svæfingalæknir, formaður
Elísabet Benedikz yfirlæknir
Guðbjörg Guðmundsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun krabbameinssjúkra
Hlíf Steingrímsdóttir yfirlæknir
Lára Borg Ásmundsdóttir, sérfræðingur í svæfingahjúkrun
Sveinn Guðmundsson yfirlæknir
Þórður Þórkelsson yfirlæknir
Frá Sjúkrahúsi Akureyrar
Ásbjörn Blöndal yfirlæknir