Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefur fært barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, 250 þúsund krónur að gjöf. Féð safnaðist í nóvember 2013 á 25 ára afmælistónleikum hljómsveitarinnar í Hörpu. Fimmtíu veggspjöld voru árituð og seld á 5.000 kr. hvert. Til viðbótar fékk BUGL 51. spjaldið með peningagjöfinni.
Stefán Hilmarsson, söngvari hljómsveitarinnar, segir enga ákveðna ástæðu fyrir því að leggja þessu málefni lið. Starfsemi BUGL sé í sífelldri fjárþörf þó að allir viti hversu miklu hún skipti fjölda barna og fjölskyldna. Það sé ljúft að leggja svolítið af mörkum.
Stefán Hilmarsson, söngvari hljómsveitarinnar, segir enga ákveðna ástæðu fyrir því að leggja þessu málefni lið. Starfsemi BUGL sé í sífelldri fjárþörf þó að allir viti hversu miklu hún skipti fjölda barna og fjölskyldna. Það sé ljúft að leggja svolítið af mörkum.