Eyþór Björnsson, læknanemi á fjórða ári, hlaut Hvatningarverðlaun Jónasar Magnússonar fyrrverandi prófessors sem afhent voru á sameiginlegu vísindaþingi Skurðlæknafélags Íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands sem haldið var í Hörpu 4 til 5. apríl 2014. Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna kom einnig að þinginu. Verkefni Eyþórs nefnist „Algengir erfðaþættir kransæðasjúkdóms hafa áhrif á útbreiðslu sjúkdómsins“ og er framhald þriðja árs verkefnis hans við læknadeild Háskóla Íslands. Eyþór hefur unnið að verkefninu í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og lækna á Landspítala, m.a. Guðmund Þorgeirsson prófessor.
Á mynd (Helgi Kjartan Sigurðsson):
Tómas Andri Axelsson læknanemi, Simon Morelli deildarlæknir, Karl Erlingur Oddason deildarlæknir, Laufey Dóra Áskelsdóttir, læknanemi og Eyþór Björnsson.