"Öryggi sjúklinga - forysta og virk þátttaka lækna er nauðsyn" er yfirskrift greinar sem framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala skrifar í Læknablaðið, 4. tölublað 2014. Í greininni rekur Ólafur Baldursson þá vinnu sem stendur yfir á Landspítala til þess að auka öryggi sjúklinga, hvernig sé unnið að því, hvaða árangur hafi náðst, hvaða hindranir séu í veginum og að hverju sé stefnt til skamms og langs tíma.
„Baráttan fyrir öruggara heilbrigðiskerfi er skammt á veg komin og þarf mjög á stuðningi alls samfélagsins að halda. Forysta og breið þátttaka lækna í þessari vegferð er þeim og samfélaginu afar nauðsynleg,“ segir framkvæmdastjóri lækninga í Læknablaðinu.