Landspítali tekur þátt í vitundarvakningu um einhverfu með því að framhlið spítalans við Hringbraut er lýst í bláum lit til 6. apríl 2014.
Um heim allan taka fyrirtæki og stofnanir þátt í vitundarvakningu um einhverfu með því að baða byggingar sínar í bláu ljósi í apríl. Þetta er tilkomið vegna þess að 2. apríl er alþjóðadagur einhverfunnar og blár er einkennislitur hennar.
Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir verkefninu en það er liður í söfnunarátaki félagsins.
Áhugasamir geta styrkt málefnið um 1.000 kr. með því að hringja í 902-1010.
Áhugasamir geta styrkt málefnið um 1.000 kr. með því að hringja í 902-1010.
Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.facebook.com/einhverfa og hér: http://liub.autismspeaks.org/.