Tækjagjöfin gerir Landspítala kleift að bæta svo um munar þjónustu við lungnasjúklinga og er tækjabúnaðurinn sá fullkomnasti á landinu. Nýju tækin gera mögulegt að vinna við mælingar á fleiri starfstöðvum samtímis og auka þannig afkastagetu lungnarannsóknarstofunnar. Með nýju tækjunum má framkvæma allar helstu öndunarmælingar auk gera auk þess áreynslupróf á þrekhjóli og á göngubretti.
Nýju tækin gagnast við greiningu á öllum algengum lungnasjúkdómum s.s langvinnri lungnateppu, astma og ýmsum bandvefssjúkdómum í lungum. Einnig nýtast þau vel við greiningu á mæði af óþekktum toga. Tækin gagnast líka þeim sem fylgja þarf eftir með reglubundum hætti s.s. einstaklingum sem farið hafa í hjarta og lungnaígræðslu.
Á síðustu árum hefur einnig færst í vöxt að sjúklingar fari í svokölluð áreynslupróf fyrir skurðaðgerðir til að meta starfsemi hjarta og lungna og auka þannig öryggi þeirra sem þurfa á skurðaðgerðum að halda.