Feðginin og smitsjúkdómalæknarnir Sigurður Guðmundsson og Bryndís Sigurðardóttir fengu kennsluverðlaun Félags læknanema 2014 sem eru veitt árlega.
Læknanemar eru beðnir um að tilnefna þann sem þeim finnst standa best að kennslu læknanema og fengu Sigurður og Bryndís nákvæmlega jafn mörg atkvæði. Landspítali er háskólasjúkrahús og kennslustofnun þar sem á annað þúsund nemenda njóta fræðslu og starfsreynslu ár hvert. Kennsla er því ríkur þátt í starfseminni.
Þess má geta að Sigurður hlaut þessi sömu verðlaun árið 1996.
Fjóla Dögg Sigurðardóttur, formaður Félags læknanema, afhenti Sigurði og Bryndísi kennsluverðlaunin.