Lionsklúbburinn Viðarr hefur fært móttökugeðdeild 33A á Landspítala 200 þúsund krónur til kaupa á tölvu fyrir sjúklinga. Helga Sif Friðjónsdóttir deildarstjóri og Kjartan J. Kjartansson yfirlæknir tóku við gjöf klúbbsins úr hendi Guðmundar Bjarnasonar, formanns hans, og færðgefendum þakkir fyrir að styðja við meðferð einstaklinga með fíkni- og annan geðvanda.
Þetta var einn af mörgum styrkjum Lionsklúbbsins Víðarrs til líknarmála 19. mars 2014. Samtals námu styrkveitingarnar rúmum tveimur milljónum króna.