Nýverið luku fjórir hjúkrunarfræðingar starfsnámi til sérfræðiviðurkenningar. Það voru þær Guðríður Þórðardóttir á hjartadeild, Sólrún Kamban á göngudeild Barnaspítala Hringsins, Ingibjörg Bjartmarz á Grensásdeild og Jónína Hafliðadóttir á taugalækningadeild. Þær hafa á námstímanum meðal annars þróað sérhæfða þjónustu fyrir sjúklinga, útbúið klínískar leiðbeiningar og staðið fyrir innleiðingu gagnreyndra starfshátta. Sér til stuðnings hafa þær þriggja manna nefnd.
Starfsnámið er ýmist 9 eða 18 mánuðir að loknu meistaraprófi sem undirbúningur að störfum sérfræðings í hjúkrun.
Áður hafa útskrifast 15 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður úr starfsnámi til sérfræðiviðurkenningar.