„Ábatinn af öflugri starfsemi hjartaþræðingardeildarinnar er gífurlegur og verður ekki allur metinn til fjár, “ segir Páll Matthíasson í forstjórapistli en nýtt hjartaþræðingartæki var tekið í notkun á Landspítala í dag. Forstjóri minnir á það mikilvæga hlutverk sem velunnarar spítalans gegna í kaupum sem þessum: „Tæki af þessu tagi eru vissulega dýr. Þetta tæki kostaði um 150 m.kr. og kaupin hefðu ekki verið gerleg nema með stuðningi fjölmargra velunnara spítalans. Rétt er að nefna þar sérstaklega „Jónínusjóðinn“ og Hjartaheill sem lögðu þyngst lóð á vogarskálarnar.“
Leit
Loka