Pylsugerðin ehf hefur fært geðdeild 33C á Landspítala að gjöf barnastól, skiptiborð, dýnu, útvörp, skrautmuni, teppi, púða, lampa, blóm og fleira. Þetta keypti Pylsugerðin fyrir 180 þúsund krónur sem söfnuðust þegar „fyrirtækið“ hélt pylsuboð á „International restaurant day“ árið 2013. Opið var „pylsuveitingahús“ í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur þann dag og pylsur, ásamt meðlæti, gefnar gestum og gangandi en um leið gefinn kostur á að leggja fé í söfnun til stuðnings góðu málefni. Alls söfnuðust 90 þúsund krónur en stuðningsfyrirtæki Pylsugerðarinnar lögðu jafn mikið á móti. Ákveðið var fyrirfram að féð sem safnaðist rynni til geðdeildar á Landspítala.
Í Pylsugerðinni eru 12 félagar. Hópurinn varð til eftir að einn þeirra fékk hrærivél með pylsugerðarstút í jólagjöf. Vinahópurinn hefur mikinn á huga á spennandi matargerð sem leiddi hann í kjölfarið út í pylsugerðina og að láta gott af henni leiða.
Í Pylsugerðinni eru 12 liðsmenn.
"Hugmyndin af þessum hóp varð til þegar einn meðlimurinn fékk myndarlega hrærivél í jólagjöf og með fylgdi pylsugerðarstútur. Vinahópurinn hefur mikinn áhuga á spennandi matargerð og eru miklir matgæðingar svo pylsugerð var rökrétt áframhald."
Nánar í bréf frá Pylsugerðinni
Ljósmynd: Fulltrúar gefenda með starfsfólki deildar 33C og velunnurum hennar. Hafþór Óskarsson frá Pylsugerðinni, Elísabet Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Unnsteinn Jóhannsson og Þórunn Hannesdóttir frá Pylsugerðinni, Helga Jörgensdóttir deildarstjóri og Hannes Pétursson, fyrrverandi sviðsstjóri geðsviðs.