Páll Matthíasson hefur verið skipaður til að gegna embætti forstjóra Landspítala til næstu fimm ára.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði Pál í stöðuna frá 1. apríl 2014.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði Pál í stöðuna frá 1. apríl 2014.
Lögskipuð nefnd sem mat hæfni umsækjenda taldi Pál hæfastan. Fjórir sóttu um stöðuna sem var auglýst í lok janúar síðastliðnum. Niðurstaða hæfnisnefndar, sem starfar á grundvelli laga um heilbrigðisþjónustu, mat Pál hæfastan til að gegna embættinu og segir meðal annars í umsögn sinni að Páll eigi glæstan náms- og starfsferil og búi yfir góðri og farsælli reynslu af stjórnun, bæði erlendis og á Landspítala.