Tómas Andri Axelsson, læknanemi á sjötta ári við læknadeild Háskóla Íslands, hlaut önnur af tvennum verðlaunum sem veitt voru fyrir besta vísindaerindið á alþjóðlegu vísindaþingi norrænna hjarta- og lungnaskurðlækna, Scandinavian Society for Research in Cardiothoracic Surgery (SSRCT), sem fram fór í Noregi nýlega. Rannsókn hans fjallar um árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá bráðveikum sjúklingum á Landspítala og Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Hún leiðir m.a. í ljós að nærri fjórir af hverjum fimm sem gangast undir slíka aðgerð lifa hana af. Rannsóknina varnn Tómas Andri undir leiðsögn Tómasar Guðbjartssonar, yfirlæknis á Landspítala og prófessors við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknin er samstarfsverkefni Landspítala, Háskóla Íslands og Sahlgrenska háskólasjúkrahússins
Leit
Loka