"Verkefnið framundan er skýrt. Í fyrsta lagi þurfum að halda áfram að bæta Landspítala sem góðan og eftirsóknarverðan vinnustað, þjóðarsjúkrahús sem við erum öll stolt af að starfa á. Í öðru lagi munum við vinna áfram að því að efla öryggi á spítalanum, með markvissu gæðastarfi meðal annars með aðferðafræði “Lean” og með breytingum á stjórnskipulagi spítalans. Það leiðir okkur að þriðja stóra verkefninu sem er að byggja upp innviði fyrir sjúkrahúsþjónustu til framtíðar; með sameinaðri bráða- og rannsóknaþjónustu á einum stað í nýjum byggingum við Hringbraut, með öflugum, samhæfðum rafrænum kerfum og með aukinni samvinnu Landspítalans við aðra þætti heilbrigðis- og velferðarþjónustunnar."
Leit
Loka