Þrír styrkir til nýsköpunarverkefna þar sem starfsmenn Landspítala eru í forsvari verða afhentir í dag, föstudaginn 14. mars 2014.
Styrkhafarnir eru:
Einar Stefánsson, yfirlæknir og prófessor, augndeild, skurðlækningasvið
Orri Þór Ormarsson barnaskurðlæknir, Barnaspítala Hringsins, kvenna- og barnasvið
Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir og prófessor, blóðmeinafræðideild, rannsóknarsvið
Hver styrkjanna nemur tveimur milljónum króna.
Athöfnin verður í Hringsal á Landspítala Hringbraut, kl. 12:00-13:00.
Allir eru velkomnir!
Dagskrá
Opnun
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala
Ávarp
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra
Um nýsköpunarstyrki Vísindasjóðs LSH
Gísli H. Sigurðsson, formaður vísindaráðs LSH
Afhending nýsköpunarstyrkja
Páll Matthíasson forstjóri
Styrkhafarnir kynna rannsóknir sínar í stuttum fyrirlestrum
Léttar veitingar fyrir athöfnina