Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Veisluturninum Kópavogi 12. mars 2014.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru veitt árlega stjórnendum sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði. Félagar í Stjórnvísi tilnefna og rökstyðja millistjórnendur / yfirstjórnendur í fyrirtækjum innan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað fram úr. Þrír eru verðlaunaðir ár hvert. Rúmlegar 50 stjórnendur voru tilnefndir að þessu sinni.
Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda sem eru aðilar að Stjórnvísi og hvetja félagsmenn til áframhaldandi faglegra starfa og árangurs.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi (verðlaunin, tilnefndingar, dómnefnd)
Stjórnandinn er óskoraður leiðtogi, mjög hvetjandi yfirmaður og sýnir samstarfsfólki mikið traust og frelsi. Stjórnandinn hefur sterka framtíðarsýn, er árangursdrifinn og metnaðarfullur og leggur mikla áherslu á að halda gildum vinnustaðar síns á loft sem eru: umhyggja, öryggi, fagmennska, framþróun.
Stjórnandinn er leiðtogi sem er er óhræddur við að fara ótroðnar slóðir og má í því sambandi nefna að nýlega fékk vinnustaðurinn sem hann stýrir nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri vegna ársins 2014. Stjórnandinn hefur mikla orku sem hann smitar frá sér og sterka tilfinningagreind sem nýtist vel í starfsmannamálum á vinnustað hans þar sem starfa tæplega 400 manns úr mjög mörgum starfsstéttum. Stjórnandinn hefur öryggi ávallt að leiðarljósi í öllum störfum sínun hvort heldur er varðandi viðskiptavini eða starfsmenn.
Stjórnandinn heitir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og er framkvæmdastjóri bráðasviðs Landspítala. Bráðasviðið sinnir móttöku bráðveikra og slasaðra og er hlutverk þess að skapa örugga umgörð og fagmennsku í móttöku sjúklinga þar sem álagið er oft mjög mikið. Um 100.000 komur eru á sviðið á ári sem svarar til þess að árlega komi þriðji hver Íslendingur á bráðamóttökuna.
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir er afar vel að því komin að hljóta Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi árið 2014.