Kvenfélag Kjósarhrepps hefur lagt hálfa milljón króna í söfnun vegna fyrirhugaðra kaupa á aðgerðarþjarka til skurðlækninga á Landspítala. „Við fréttum af þessari söfnun og eftir að hafa fræðst aðeins um þetta tæki og lesið okkur til um hvernig aðgerðir verða mun inngripsminni en núverandi aðgerðir og bataferlið mun hraðara, vorum við sammála um að þetta væri verkefni sem við vildum taka þátt í,“ segir Jóhanna Hreinsdóttir, formaður félagsins.
Í kvenfélaginu eru aðeins 13 konur og helstu fjáröflunarleiðir þeirra eru þorrablót sem er alltaf haldið fyrsta laugardag í þorra, kaffisala á sveitahátíðinni „ Kátt í Kjós“ í júlí ár hvert og aðventumarkaður í desember. Kvenfélagskonurnar taka líka að sér að sjá um kaffiveitingar við ýmis tækifæri og eftir atvikum annað sem til fellur.
Um aðgerðarþjarkann (róbótinn)
Á síðustu árum hefur svokallaður aðgerðarþjarki verið tekinn í notkun á helstu sjúkrahúsum í nágrannalöndunum. Áhald þetta nýtist til margvíslegra skurðaðgerða, sérstaklega þó við þvagfæraskurðlækningar sem og við aðgerðir í grindarholslíffærum kvenna. Aðgerð með þessari aðferð er inngripsminni en ella, bati er skjótari og hægt að hlífa betur nærliggjandi líffærum og viðkvæmri starfsemi. Í raun er um að ræða framlengingu á fingrum skurðlæknisins. Allar hreyfingar verða nákvæmari og sýn skurðlæknisins á aðgerðarsvæðinu framúrskarandi.
Söfnunarsjóður: 515-14-408005 kt. 470313-1370
Á ljósmynd: Eiríkur Jónsson, Jóhanna Hreinsdóttir, formaður Kvenfélags Kjósarhrepps, Anna Björg Sveinsdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir, Sigríður Klara Árnadóttir, Guðjón Haraldsson og Katrín Cýrusdóttir.
Í kvenfélaginu eru aðeins 13 konur og helstu fjáröflunarleiðir þeirra eru þorrablót sem er alltaf haldið fyrsta laugardag í þorra, kaffisala á sveitahátíðinni „ Kátt í Kjós“ í júlí ár hvert og aðventumarkaður í desember. Kvenfélagskonurnar taka líka að sér að sjá um kaffiveitingar við ýmis tækifæri og eftir atvikum annað sem til fellur.
Um aðgerðarþjarkann (róbótinn)
Á síðustu árum hefur svokallaður aðgerðarþjarki verið tekinn í notkun á helstu sjúkrahúsum í nágrannalöndunum. Áhald þetta nýtist til margvíslegra skurðaðgerða, sérstaklega þó við þvagfæraskurðlækningar sem og við aðgerðir í grindarholslíffærum kvenna. Aðgerð með þessari aðferð er inngripsminni en ella, bati er skjótari og hægt að hlífa betur nærliggjandi líffærum og viðkvæmri starfsemi. Í raun er um að ræða framlengingu á fingrum skurðlæknisins. Allar hreyfingar verða nákvæmari og sýn skurðlæknisins á aðgerðarsvæðinu framúrskarandi.
Söfnunarsjóður: 515-14-408005 kt. 470313-1370
Á ljósmynd: Eiríkur Jónsson, Jóhanna Hreinsdóttir, formaður Kvenfélags Kjósarhrepps, Anna Björg Sveinsdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir, Sigríður Klara Árnadóttir, Guðjón Haraldsson og Katrín Cýrusdóttir.