Hjónin Þorbergur Bæringsson og Sesselja Pálsdóttir í Stykkishólmi lögðu um 700 þúsund krónur í söfnun til kaupa á aðgerðarþjarki til skurðlækninga á Landspítala. Þorbergur hefur notið þjónustu spítalans í veikindum sínum og í tilefni 70 ára afmælis hans hvöttu þau hjón vini og vandamenn til að styrkja söfnun fyrir aðgerðarþjarki sem ætlunin er að kaupa til að nota á skurðdeildum Landspítala. Slík tæki hafa nú þegar verið tekin í notkun á helstu sjúkrahúsum í nágrannalöndunum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og með myndarlegu eiginframlagi þeirra hjóna söfnuðust um 700 þúsund krónur. Söfnunarféð afhentu Þorbergur og Sesselja á Landspítala.
Sjá um söfnun fyrir aðgerðarþjarka á vef Íslandsbanka:
Við kaupum róbót