Námskeiðið hefst 19. mars. Það er haldið í 4 skipti, einu sinni í viku á miðvikudögum frá 16:30-18:00.
Námskeiðshaldarar eru Helga Þórðardóttir, félagsráðgjafi og fjölskylduþerapisti og Birna Matthíasdóttir, listmeðferðarfræðingur en þær eru báðar starfandi í átröskunarteymi Landspítala.
Skipulag námskeiðs:
Áhersla verður lögð á ákveðið fræðsluefni í öll 4 skiptin.
Byrjað verður með innlegg/fræðslu, um það bil 30 mínútur, síðan verður skipt í vinnuhópa.
Í lokin eru svo umræður.
Áhersluþættir í fræðslu:
- Fræðsla um átröskun og áhrif sjúkdómsins á einstaklinginn, áherslur í meðferð á dag- og göngudeild.
- Mikilvægi fjölskyldunnar og áhrif sjúkdómsins á hana
- Tilfinningar og hjálparleysi okkar aðstandenda
- Hvað er til ráða, hvað getum við gert öðruvísi
Skráning fer fram hjá á póstfanginu atroskun@landspitali.is og í síma 543 4600 fyrir hádegi.