Upplýsingar og beiðni um ráðgjöf er í síma 825 3767
Ráðgjöf um næringu í æð felur í sér að lyfjafræðingur kannar næringarástand sjúklings, reiknar út næringarþörf með tilliti til næringar- og sjúkdómsástands hvers og eins og kemur með tillögu/meðferðaráætlun er varðar ávísun næringar í æð. Næringargjöf í æð verður síðan fylgt eftir eins og þörf er á. Með þessari auknu þjónustu vilja lyfjafræðingar leggja sitt af mörkum til að bæta þjónustu við sjúklinga, stuðla að því að þeir fái viðeigandi næringu sem getur flýtt bata og hugsanlega stytt legutíma.
Ráðgjöf um næringu í æð er unnin í nánu samstarfi við lækna, hjúkrunarfræðinga og næringarráðgjafa spítalans með það að markmiði að auka teymisvinnu á þessu sviði.
Anna Friðriksdóttir lyfjafræðingur hefur umsjón með ráðgjöfinni daglega en hún er í diplómanámi í klínískri næringu hjá ESPEN (The European Society for Clinical Nutrition and Metabolism). Auk hennar munu Guðrún Indriðadóttir lyfjafræðingur og Þórunn K. Guðmundsdóttir, klínískur lyfjafræðingur, veita ráðgjöf um næringu í æð eftir því sem þörf er á.