Þóra Steingrímsdóttir hefur verið ráðin í samhliða stöðu yfirlæknis á kvenna- og barnasviði Landspítala og prófessors í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum við læknadeild Háskóla Íslands.
Þóra er fædd árið 1958 og lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1983. Hún stundaði sérnám við háskólasjúkrahúsið í Uppsölum á árunum 1988 til 1996. Að námi loknu gegndi hún þar meðal annars stöðu sérfræðings í kvenlækningum. Þóra lauk einnig doktorsprófi í læknisfræði frá háskólanum í Uppsölum árið 1996. Hún hefur frá árinu 1988 verið fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á Landspítala og síðastliðin 7 ár yfirlæknir mæðraverndar í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Þóra var settur dósent í kvensjúkdómalækningum við læknadeild í afleysingum þrjú skólaár, 2001-2004. Hún hefur leiðbeint fjölda háskólanema í rannsóknarvinnu, BS-, meistara- og doktorsnemum.
Þóra er ráðin frá 1. febrúar 2014. Hún tók við af Reyni Tómasi Geirssyni sem gegndi starfinu frá árinu 1994. Sameiginleg valnefnd Háskóla Íslands og Landspítala mat umsóknir um starfið.
Þóra er fædd árið 1958 og lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1983. Hún stundaði sérnám við háskólasjúkrahúsið í Uppsölum á árunum 1988 til 1996. Að námi loknu gegndi hún þar meðal annars stöðu sérfræðings í kvenlækningum. Þóra lauk einnig doktorsprófi í læknisfræði frá háskólanum í Uppsölum árið 1996. Hún hefur frá árinu 1988 verið fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á Landspítala og síðastliðin 7 ár yfirlæknir mæðraverndar í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Þóra var settur dósent í kvensjúkdómalækningum við læknadeild í afleysingum þrjú skólaár, 2001-2004. Hún hefur leiðbeint fjölda háskólanema í rannsóknarvinnu, BS-, meistara- og doktorsnemum.
Þóra er ráðin frá 1. febrúar 2014. Hún tók við af Reyni Tómasi Geirssyni sem gegndi starfinu frá árinu 1994. Sameiginleg valnefnd Háskóla Íslands og Landspítala mat umsóknir um starfið.