Samtök lungnasjúklinga hafa fært lungnadeild Landspítala að gjöf færanlegt ómskoðunartæki. Það gerir lungnalæknum kleift að gera á auðveldan hátt ómskoðun til þess að meta hvort um sé að ræða uppsafnaðan fleiðruvökva kringum lungu og taka sýni af honum ef þarf. Þetta eykur öryggi greiningar til mikilla muna. Tækið kostaði nærri þrjár milljónir króna. Það er frá fyrirtækinu Sonoside og seljandi þess hér á landi er Icepharma. Lungnalæknar hafa í mörg ár notað svona ómskoðunartæki erlendis. Það hefur verið á óskalista lungnalækna hér á landi í mörg ár en ekki verið til þar til núna.
Gunnar Guðmundsson lungnalæknir:
„Brjósthimnan, sem einnig er kölluð fleiðra, umlykur lungun og klæðir brjóstvegginn að innan og þannig er til staðar fleiðruhol sem undir venjulegum kringumstæðum inniheldur mjög lítinn vökva. Við sjúklegar aðstæður getur orðið mikil aukning á vökvanum sem verður til þess að lungað fellur saman og fólk upplifir mæði. Það eru fjöldamargar orsakir fyrir slíkri vökvasöfnun og því er mikilvægt að ná í sýni úr vökvanum. Hingað til hafa lungnalæknar og aðrir sótt sýni úr vökvanum með því að setja nál blindandi á milli rifja og draga sýni út þannig. Á síðustu áratugum hefur rutt sér til rúms ómskoðun af fleiðrunni til þess að meta hvort um sé að ræða vökvasöfnun, hversu mikil hún er og hvar hún er staðsett og nýta sér ómskoðunartækni til þess að ná í sýni úr vökvanum.“
Gunnar Guðmundsson lungnalæknir:
„Brjósthimnan, sem einnig er kölluð fleiðra, umlykur lungun og klæðir brjóstvegginn að innan og þannig er til staðar fleiðruhol sem undir venjulegum kringumstæðum inniheldur mjög lítinn vökva. Við sjúklegar aðstæður getur orðið mikil aukning á vökvanum sem verður til þess að lungað fellur saman og fólk upplifir mæði. Það eru fjöldamargar orsakir fyrir slíkri vökvasöfnun og því er mikilvægt að ná í sýni úr vökvanum. Hingað til hafa lungnalæknar og aðrir sótt sýni úr vökvanum með því að setja nál blindandi á milli rifja og draga sýni út þannig. Á síðustu áratugum hefur rutt sér til rúms ómskoðun af fleiðrunni til þess að meta hvort um sé að ræða vökvasöfnun, hversu mikil hún er og hvar hún er staðsett og nýta sér ómskoðunartækni til þess að ná í sýni úr vökvanum.“