Páll Matthíasson forstjóri og Bryndís Hlöðversdóttir starfsmannastjóri tóku í febrúar upp þráðinn frá því fyrir jól 2013 og héldu fundi með starfsmönnum á spítalanum.
Síðustu daga hafa þau heimsótt ritaramiðstöðina í Kópavogi, þvottahús og saumastofu á Tunguhálsi og endurhæfinguna á Grensási.
Síðustu daga hafa þau heimsótt ritaramiðstöðina í Kópavogi, þvottahús og saumastofu á Tunguhálsi og endurhæfinguna á Grensási.
Á fundunum var sem fyrr rætt um aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í í tengslum við verkefni um góðan vinnustað og áherslur í starfseminni á næstu misserum.
Páll segir að ánægjulegt hafi verið að heimsækja þessar starfsstöðvar. „Þarna er öflugur hópur starfsfólks að sinna mikilvægum störfum „bak við tjöldin“. Það var sérstaklega skemmtilegt að sjá og finna ánægju og metnað starfsfólksins.”
Myndin var tekin í þvottahúsinu af Byndísi og Páli með Ingubjörgu Bjarnadóttur.
Inga hefur tvöfalt meiri starfsreynslu á spítalanum en Bryndís og Páll til samans!
Inga hefur tvöfalt meiri starfsreynslu á spítalanum en Bryndís og Páll til samans!